Búningasilfur, viðgerðir og nýsmíði

Milla víravirki sérhæfir sig í handsmíðuðu víravirki ásamt annarri þjónustu er tilheyrir íslenska þjóðbúningnum.

Skotthúfan

Milla Víravirki verður á Skotthúfunni – Þjóðbúningahátíð í Stykkishólmi 29. júní 2024 – Sjáumst þar!

Gamalt og nýtt

Við þjónustum allt sem þarf í vinnu við bæði gamalt og nýtt víravirki.

Handsmiðað og steypt víravirki að fyrirmynd eldri mynstra t,d, eins og auka stokkur í stokkabelti. Viðgerðir á gömlu víravirki, hreinsun og gylling.

Gullsmiðurinn

Helga Ósk

Meistari

Helga Ósk og er gullsmíðameistari að mennt og lauk námi frá Tækniskólanum í Reykjavík 1995 og framhaldsnámi í skartgripahönnun frá Institute for Ædelmetal í Kaupmannahöfn 2010.

Búningasilfur

Allt frá því að Helga hóf nám í gullsmiði hjá Pétri Breiðfjörð gullsmíðameistara hefur stór partur af hennar vinnu verið smíði á víravirki og öll almenn þjónustu við búningasilfur. Einnig hefur hún starfað náið með Heimilisiðnaðarfélaginu og mörgum klæðskerameisturum sem sérhæfa sig í þjóðbúningagerð.

Nútímalegt Víravirki

Ásamt því að smíða víravirki hefur Helga náð að tvinna saman hefðbundið víravirki og samtímaskartgripagerð og tekið þátt í fjölmörgum sýningum bæði hér heima og erlendis.

Víravirki

Við gefum gömlu víravirki nýtt líf.

Þarf að pússa upp gamla víravirkið hennar ömmu, smíða inní það sem er týnt eða fá eitthvað alveg nýtt?

Víravirki

Víravirkið á sér langa sögðu í íslenskri skartgripagerð og er ákafleg fínlegt handverk sem Helga hefur náð góðri færni í ásamt því að færa víravirkið til samtímans með frumlegum og fáguðum útfærslum.

Gamlir gripir

Á mörgum íslenskum heimilum eru til gamlir víravirkisskartgripir sem eitt sinn tilheyrðu daglegum klæðnaði látins ættingja og fólki þykir vænt um. Þessir hlutir liggja í skúffum óhreyfðir þar sem ekki allir hafa áhuga á því að koma sér upp þjóðbúning.

Nýtt líf?

Þessa gömlu gripi er upplagt að dusta rykið af og fá hugmynd að skemmtilegum skartgrip til að nota við öll tækifæri og gefa gömlum hlutum nýtt líf.

Smiðsbúðin

Milla Víravirki


Gullsmiður: Helga Ósk Einarsdóttir
Aðsetur: Smiðsbúðin
Email: millaviravirki [hja] gmail.com
Sími: 821 5619

Víravirki fyrir þig?

 

 

Sendu okkur línu ef það er eitthvað sem þér liggur á hjarta.

Milla Víravirki
Helga Ósk Einarsdóttir

Aðsetur: Smiðsbúðin
Geirsgata 5a, 101 Rvk.